Framhaldnámskeið í tennis henta fyrir þá sem hafa verið á byrjendanámskeiði eða hafa spilað tennis áður og vilja fara af stað aftur. Aðeins fjórir til fimm einstaklingar eru á hverju námskeiði með einum þjálfara og ætti því hver og einn að fá góða athygli þjálfarans. Margir í Tennishöllinni eru búnir að vera í svona tímum í mörg ár þar sem þetta er skemmtileg leið til að halda sér í formi og bæta sig í tennis.
Þú getur komið ein/n á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu.
Upplýsingar um verð má sjá í verðskránni.
Finnur þú ekkert námskeið á tíma sem hentar þér? Ekkert mál! Fylltu út formið hér að neðan og við verðum í sambandi og reynum að finna út úr þessu.
Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 – 23:30
Föstudaga 7:30 – 22:30
Laugardaga 7:30 – 22:30
Sunnudaga 8:30 – 23:30