Samfélag

Tennis Iceland

Tennis Iceland facebook síðan er vettvangur fyrir tennis áhugamenn. Á síðunni getur þú leitað ráða, spurt spurninga og leitast eftir fólki til að spila við. Þar að auki virkar síðan sem miðstöð til að auglýsa viðburði, æfingaleiki og mót. 

Splurggen hópurinn

Splurggen er fallegur samruni tónlistar, líkamsræktar og tennis. Í tímum er spilað blöndu af skemmtilegum leikjum sem láta þig upplifa tennis í nýju ljósi. 

Mikill félagsskapur fylgir því að vera í Splurggen hópnum. Hópurinn býður upp á fjölda spennandi athafna og viðburða, allt frá árshátíðum og lokahátíðum til að skipuleggja utanlandsferðir. 

Milan Kosicky umsjónarmaður Splurggen

Tennis og padel ferðir

Árleg útlandaferð Tennishallarinnar  er skemmtilegur viðburður opinn öllum tennis og padel spilurum. Þessi ferð býður upp á tækifæri til að spila fjölmarga leiki, fá leiðsögn frá góðum þjálfurum, njóta þess að spila í góðu veðri og slaka á undir sólinni. 

IMG_4652