Við reynum að hjálpa öllum að komast af stað í tennis eða padel. Þessi námskeið eru bæði skemmtileg og góð leið til fá skemmtilega hreyfingu og læra um leið frábæra íþrótt. Boltar og spaðar eru á staðnum. Þú getur komið ein/n á svona námskeið eða í hópi vina eða fjölskyldu. Við getum boðið upp á ýmsar útfærslur af námskeiðum, t.d. sérstök kvenna-, karla-, og paranámskeið og námskeið fyrir fyrirtækjahópa.
Þjálfarar Tennishallarinnar eru sammála því að þetta sé besta leiðin til að byrja í tennis. Mikil eftirspurn er eftir námskeiðum og við gerum okkar besta til að koma þér að eins fljótt og hægt er.
Viltu skrá þig? Hér geturðu séð hvaða námskeið eru í boði í augnablikinu: Sportabler | Vefverslun. Verð námskeiða má sjá í verðskrá eða á Sportabler skráningarsíðunni.
Finnur þú ekkert námskeið á tíma sem hentar þér? Ekkert mál! Fylltu út formið hér að neðan og við verðum í sambandi og reynum að finna út úr þessu.
Mánudaga – Fimmtudaga 7:30 – 23:30
Föstudaga 7:30 – 22:30
Laugardaga 7:30 – 22:30
Sunnudaga 8:30 – 23:30