Fastir tímar í áskrift

Í Tennishöllinni er hægt að leigja sér fasta vikulega tíma í tennis yfir veturinn. Vetrartímabilið stendur frá 18. ágúst – 31. maí en hægt er að ljúka samning eða gera breytingar um áramót. Ef þú vilt panta þér fastan tíma í tennis með vinum eða fjölskyldu er best að hafa samband sem fyrst hér fyrir neðan því það getur verið erfitt að fá tíma með stuttum fyrirvara. Þeir sem fá ekki tíma sem hentar geta farið á biðlista. Við viljum einnig benda á að hægt er að fá þjálfara til að mæta í nokkur skipti til að byrja með ef þú vilt komast vel af stað.

Við hjá Tennishöllinni erum sammála um að ekki sé hægt að koma sér upp betri venju en að vera með fastan vikulegan tíma í tennis eða padel.  

ATH. Þeir sem voru með fastan tíma síðasta vetur hafa forgang að sínum tíma. Vinsamlegast staðfestið fyrir 12. ágúst. 

Skráning hér

Eru breytingar á hópnum þínum? Ef svo er vinsamlegast tilgreinið breytingarnar og skrifið niður nafn, netfang og símanúmer hjá nýjum meðspilurum. ATH : Fyrir áframhald á föstum tímum þarf ekki að svara neðangreindum spurningum.